mánudagur, 23. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Nýárstölt Léttis

13. janúar 2014 kl. 13:52

Nýárstölt Léttis verður haldið í Léttishöllinni

Allur ágóði af mótinu rennur til góðs málefnis

Nýárstölt Léttis mun fara fram í Léttishöllinni laugardaginn 18. janúar kl. 16:00. Að þessu sinni ætlum við að styrkja gott málefni og var Taktur styrktarsjóður fyrir valinu.

Taktur eru styrktarsamtök sem veita hestamönnum fjárhagsstuðning sem orðið hafa fyrir alvarlegum áföllum af völdum slysa eða veikinda. Taktur er með facebook-síðu https://www.facebook.com/styrktarsjodurinn.taktur

Dagatöl til styrktar Takti verða einnig til sölu á 2,000 kr. myndir af þekktum hestamönnum prýða dagatalið. Keppt verður í 1 og 2 flokki. Skráningargjaldið er 2000 kr. og 1000 kr. kostar inn fyrir áhorfenda. (allur ágóði af mótinu fer til Takts). Skráningu lýkur kl. 18:00 fimmtudaginn 16. janúar. Skráning er á lettir@lettir.is og fram þarf að koma:

Nafn knapa
Kennitala knapa
Is númer hests
Nafn hests
Í hvaða flokk er verið að skrá sig í

Riðnir verða 3 hringir á tölti: hægt tölt – milliferð – frjáls hraði, allt uppá vinstri hönd, 2 eru inn á í einu.