miðvikudagur, 13. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

"Alltaf verið svolítið veik fyrir vekurð"

27. nóvember 2013 kl. 12:00

Brennir frá Efri-Fitjum undan Ballerínu og Krák frá Blesastöðum 1A, knapi er Daníel Jónsson

Ræktunarbúið Efri-Fitjar

Hjónin Gunnar Þorgeirsson og Gréta Brimrún Karlsdóttir bændur á Efri-Fitjum í Víðidal eru bæði Vestur-Húnvetningar. Gunnar ólst upp á Efri-Fitjum en Gréta er frá Harastöðum í Vesturhópi. Jörðina keyptu þau árið 1994 af foreldrum Gunnars og búa nú þar með sauðfé ásamt því að rækta hross með góðum árangri. 

"Hrossin eru tamin og þjálfuð mikið til hér heima en svo eru þau sem eiga að fara í kynbótadóm send í burtu til frekari þjálfunar. Tryggvi Björnsson á Blönduósi hefur sýnt flest okkar hross með góðum árangri. Svo prófuðum við í vor að senda bræðurna Bassa og Brenni suður á land til Daníels Jónssonar og ekki sjáum við eftir því."

Þetta viðtal og mun meira af skemmtilegu efni má nálgast í nýjasta tölublaði Eiðfaxa. Hægt er að gerast áskrifandi í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is