mánudagur, 14. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

„Alltaf óvæntur sigur þegar klukkan ræður“-

29. janúar 2010 kl. 11:08

„Alltaf óvæntur sigur þegar klukkan ræður“-

Eins og komið hefur fram var það Árni Björn Pálsson liðsmaður Líflands sem sigraði Smalann í Meistaradeild VÍS í gær á hryssunni Korku frá Steinnesi. Smalinn er skemmtileg grein að mörgu leyti, ekki síst því að það er klukkan og fjöldi felldra súla sem ræður röðun knapa. Eftir forkeppnina var Árni Björn í 8.sæti en 10 fljótustu knaparnir riðu úrslitaumferðina. Efstur var Valdimar Bergstað á Stúf frá Miðkoti sem sigraði þessa grein í fyrra, þá með Eyjólf Þorsteinsson í hnakknum, sem var þriðji eftir forkeppnina á Bróður frá Stekkjardal. Annar var Sigurður Sigurðarson á Reyk frá Minni-Borg.

Nokkrir knapar fóru brautina án þess að fella eina einustu súlu. Það voru þau Árni Björn Pálsson, Þórdís Erla Gunnarsdóttir á Ösp frá Enni, Hinrik Bragason á Magna og Lena Zielinski á Heklu frá Hólshúsum. Tveir knapar gerðu hins vegar ógilda sýningu, þeir Þorvaldur Árni Þorvaldsson og Daníel Jónsson.

Svona var staðan eftir forkeppnina:

Nr    Keppandi:    Lið    Hestur    Tími    Felldar        Refsistig    Heildarstig
1    Valdimar Bergstað    Málning    Stúfur frá Miðkoti    48,44    2    300    28    272
2    Sigurður Sigurðarson    Lýsi    Reykur frá Minni-Borg    48,76    2    280    28    252
3    Eyjólfur Þorsteinsson    Málning    Bróðir frá Stekkjardal    48,84    2    270    28    242
4    Sigurður V. Matthíasson    Málning    Gyðja frá Kaðlastöðum    49,83    1    240    14    226
5    Jakob S. Sigurðsson    Frumherji    Blær frá Akranesi    49,46    3    250    42    208
6    Sigurbjörn Bárðarson    Lífland    Bjarki frá Sunnuhvoli    50,58    2    230    28    202
7    Ragnar Tómasson    Lífland    Hekla frá Selfossi    51,80    2    220    28    192
8    Árni Björn Pálsson    Lífland    Korka frá Steinnesi    53,78    0    170    0    170
9    Hulda Gústafsdóttir    Árbakki / Hestvit    Saga frá Lynghaga    53,31    2    190    28    162
10    Artemisia Bertus    Auðsholtshjáleiga    Snilld frá Auðsholtshjáleigu    52,02    3    200    42    158
11    Þórdís Erla Gunnarsdóttir    Auðsholtshjáleiga    Ösp frá Enni    56,49    0    140    0    140
12    Bylgja Gauksdóttir    Auðsholtshjáleiga    Grýta frá Garðabæ    53,66    3    180    42    138
13    Viðar Ingólfsson    Frumherji    Tófa frá Laugavöllum    49,13    9    260    126    134
14    Ólafur Ásgeirsson    Frumherji    Hrafn frá Miðkoti    54,00    2    160    28    132
15    Hinrik Bragason    Árbakki / Hestvit    Magna    56,68    0    130    0    130
16    Halldór Guðjónsson    Lýsi    Nóta frá Margrétarhofi    54,61    2    150    28    122
17    Lena Zielinski    Lýsi    Hekla frá Hólshúsum    56,94    0    120    0    120
18    Teitur Árnason    Árbakki / Hestvit    Örk frá Uxahrygg    51,94    8    210    112    98
19    Guðmundur Björgvinsson    Top Reiter    Gnótt frá Mykjunesi    57,11    4    110    56    54
20    Daníel Jónsson    Top Reiter    Ringó frá Kanastöðum    0,00    0    0    0    0
20    Þorvaldur Á. Þorvaldsson    Top Reiter    Alda frá Hvoli    0,00    0    0    0    0

Að loknum úrslitasprettunum riðlaðist röðin töluvert, nema Sigurður Sigurðarson í Þjóðólfshaga hélt 2.sætinu. Ragnar Tómasson skaut sér upp í þriðja sætið og ýtti þar með Eyjólfi niður í það fjórða. Árni Björn sigraði og sagði þetta að verðlaunaafhendingu lokinni:

Til hamingju Árni Björn. Var sigurinn óvæntur?

„Takk fyrir. Já, sigur er alltaf óvæntur þegar keppt er við klukkuna. Ég þekki nú Korku orðið nokkuð vel, hún er fljót og mjúk og fór brautina nokkuð áreynslulítið og við felldum aðeins eina súlu.“

Hvernig finnst þér Smalinn? Á þessi grein rétt á sér í Meistaradeildinni?

„Mér finnst greinin mjög skemmtileg. Bæði er gaman að taka þátt í henni og fylgjast með henni. Það er hraði og spenna sem einkenna hana og það er skemmtilegt. Kannski finnst mér gaman að henni af því að ég er með gott hross í greinina. Ég veit þó ekki hvort við eigum að halda henni inni í deildinni en við verðum þó að hafa í huga að deildin sé fjölbreytt og Smalinn á sinn þátt í að halda þeim fjölbreytileika á lofti. Svo er hún mjög áhorfendavæn, sem er eitthvað sem skiptir gríðarlegu máli.“

Eiðfaxi.is þakkar Árna Birni spjallið.

Úrslitin urðu þessi:

Sæti    Keppandi:    Lið    Hestur    Tími    Felldar        Refsist    Stig
1    Árni Björn Pálsson    Lífland    Korka frá Steinnesi    46,92    1    270    14    256
2    Sigurður Sigurðarson    Lýsi    Reykur frá Minni-Borg    46,51    4    300    56    244
3    Ragnar Tómasson    Lífland    Hekla frá Selfossi    48,23    0    240    0    240
4    Eyjólfur Þorsteinsson    Málning    Bróðir frá Stekkjardal    47,08    2    260    28    232
5    Jakob S. Sigurðsson    Frumherji    Blær frá Akranesi    46,66    4    280    56    224
6    Sigurður V. Matthíasson    Málning    Gyðja frá Kaðlastöðum    49,23    1    230    14    216
7    Artemisia Bertus    Auðsholtshjáleiga    Snilld frá Auðsholtshjáleigu    50,69    0    210    0    210
8    Valdimar Bergstað    Málning    Stúfur frá Miðkoti    47,3    3    250    42    208
9    Hulda Gústafsdóttir    Árbakki / Hestvit    Saga frá Lynghaga    53,46    2    200    28    172
10    Sigurbjörn Bárðarson    Lífland    Bjarki frá Sunnuhvoli    50,21    4    220    56    164

Stigasöfnun knapa:

Nafn    Lið    Stig
Árni Björn Pálsson    Lífland    12
Sigurður Sigurðarson    Lýsi    10
Ragnar Tómasson    Lífland    8
Eyjólfur Þorsteinsson    Málning    7
Jakob S. Sigurðsson    Frumherji    6
Sigurður V. Matthíasson    Málning    5
Artemisia Bertus    Auðsholtshjáleiga    4
Valdimar Bergstað    Málning    3
Hulda Gústafsdóttir    Árbakki / Hestvit    2
Sigurbjörn Bárðarson    Lífland    1

Sigasöfnun liða:

Lið    Stig
Lífland    52
Málning    48
Auðsholtshjáleiga    36
Frumherji    34
Lýsi    31
Árbakki/Hestvit    24
Top Reiter    6