miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Alltaf nóg að gera í Tunguhálsi

10. október 2013 kl. 14:00

Bragur frá Blönduósi, Faðir er Bragi frá Kópavogi og móðir er Samba frá Miðhópi

Hrifin af afkvæmum Braga frá Kópavogi

Það er alltaf nóg að gera hjá þeim Líneyju og Sæma í Tunguhálsi en tamningar byrjuðu hjá þeim í september. Líney og Sæmi eru með um 25-30 tryppi á húsi í augnablikinu, flest frá öðrum en þeim en þau stefna á að taka inn 10 tryppi frá sér nú á næstunni. Í þeim hópi eru folar undan Huginn frá Haga, Stormi frá Leirulæk og Ágústínusi frá Melaleiti og hryssur undan Aski frá Tunguhálsi 2, Þorra frá Þúfu, Grun frá Oddhóli, Adam frá Ásmundarstöðum, Þey frá Bringu og Glóðafeyki frá Halakoti. 

"Það er margt spennandi í hópnum en er þetta ekki allt spennandi svona í fyrstu" segir Líney. Líney hefur verið með nokkur tryppi undan Braga frá Kópavogi og lætur hún mjög vel af þeim. "Við vorum með tvö stóðhesta frá Tryggva Björns sem við erum búin að skila af okkur eftir mánaðar tamningu. Frábærir folar og galopnir fyrir öllu. Svo voru að koma tvær hryssur frá honum líka sem lofa mjög góðu.  Svo á ég nú einn ekki af verri endanum hann Völsung frá Húsavík"