miðvikudagur, 13. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Alltaf hægt að gera betur

Herdís Reynis
11. ágúst 2013 kl. 16:02

Scherrer hjónin í Brunnadern

-sem er gott fyrir þá sem halda næstu mót.

Sandra og Roger Scherrer héldu HM2009 í Brunnadern í Sviss á búgarði sínum Neckertal. Þau segjast ánægð með mótið í ár, margt sé virkilega frábært. Hins vegar sé það auðvitað ýmislegt sem mætti betur fara "en það er bara gott fyrir þá sem á eftir koma", segja þau brosandi.

Mikil vinna og undirbúningur liggur að baki stórmóts sem þessa, það vita þau vel sjálf. Oft er þessi vinna lítt sýnileg gestum mótsins. Keppnin rúllaði að mestu smurt áfram og það skiptir jú mestu.