mánudagur, 14. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Allt í pásu í Auðsholtshjáleigu -

7. maí 2010 kl. 13:23

Allt í pásu í Auðsholtshjáleigu -

Eiðfaxi sló á þráðínn til mæðgnanna Kristbjargar og Þórdísar Erlu í Auðsholtshjáleigu til að forvitnast um ástandið á þeim bænum og í hvaða ferli hrossin væru þar.

Eru hrossin búin að vera veik í Auðsholtshjáleigu?

Kristbjörg: Ja, við höfum orðið vör við nefrennsli og slappleika. Annars vorum við það heppin að vera ekki með þeim fyrstu sem fengu þetta til sín, svo við gátum lært af reynslu annarra.

Hvernig er staðan núna?

Kristbjörg: Stelpurnar, (Þórdís Erla, Artemisia og Bylgja) hafa verið mjög varkárar með hrossin. Þær hafa hvílt hross og sumum hefur verið haldið í lágmarksþjálfun. Maður vill ekki að þau fái hita, sérstaklega ekki stóðhestarnir, þar sem það getur skemmt sæðið í þeim.

Þórdís Erla: Mér finnst reyndar hósti og hor aðeins vera að aukast. Ég held að meira eða minna öll hrossin sýni einhver einkenni veikinnar og eru þar af leiðandi í pásu núna. Við höfum aðeins verið að hreyfa einkennalítil hross en þau versnuðu við það, svo nú eru öll hross í hvíld.

Nú hafið þið skráð á kynbótasýninguna í Víðidalnum á mánudaginn.

Kristbjörg: Ég er ekki viss um að stelpurnar sýni. Maður er auðvitað hræddur við að leggja að hrossunum, þó þau virðist heilbrigð, af ótta við að opna fyrir bakteríusýkingar í kjölfar einhverra átaka.
Þórdís Erla: Einmitt, við höfum líka ákveðið að afskrá hrossin sem við vorum búnar að skrá á sýninguna í Víðidalnum.

Með þessum orðum kveðjum við mæðgurnar og þökkum þeim spjallið.