mánudagur, 17. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Allt fullt á Svellkaldar!

2. mars 2010 kl. 09:44

Allt fullt á Svellkaldar!

Þau 100 pláss sem í boði voru á ístöltsmótinu Svellkaldar konur ruku út á fyrsta degi og hefur skráningu nú verið lokað þar sem allt er orðið fullt og þó nokkur fjöldi á biðlista. Góð skráning er í alla flokka og hestakostur frábær. Það stefnir í veislu á ísnum hjá stelpunum og rétt að hvetja hestamenn til að taka laugardaginn 13. mars frá og mæta í Skautahöllina til að berja dýrðina augum.

 
Mótið hefst kl. 17:15 og miðasala mun fara fram á staðnum. Nánar auglýst þegar nær dregur.
 
 
Afskráningar og breytingar á skráningum, ef einhverjar eru, skal senda á netfangið skjoni@simnet.is eins fljótt og auðið er.