mánudagur, 14. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

"Allt að verða vitlaust"

odinn@eidfaxi.is
16. júlí 2013 kl. 16:37

Kynbótasýningar

Mikill áhugi fyrir miðsumarssýningu

Mun meiri áhugi er fyrir miðsumarsýningu en forsvarsmenn hennar gerðu ráð fyrir, en tæplega 200 hross eru skráð til leiks og dæmt verður alla vikuna 22-26.júlí en sýningin fer fram að Brávöllum á Selfossi.

Miðsumarsýning hefur lengi verið kappsmál margra og með svo góðri skráningu sýna ræktendur að góður grundvöllur er fyrir sýningu kynbótahrossa í júlí. Nú geta því ræktendur sýnt hross alla mánuði frá maí til ágúst en oft hefur það heyrst að mönnum þyki sýningar hrossa seint að hausti ekki vera vænlegur kostur. Hross séu komin í haustbúning og glansinn farin af þeim.

Í stuttu samtali við Pétur Halldórsson sýningarstjóra Íslands sagði hann allt að verða vitlaust og kalla verði starfsfólk úr sumarfríum til að manna allar stöður á sýningunni, en þar verða tvær dómnefndir að störfum.