mánudagur, 26. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Alls ekkert brokkgeng á skeiðinu

28. júní 2012 kl. 16:06

Vekringurinn og gæðingurinn Lotta frá Hellu, knapi Hans Þór Hilmarsson.

Lotta frá Hellu er frábær vekringur og eina hryssan sem blandar sér í toppbaráttuna á LM2012 í Reykjavík, setin af Hans Þór Hilmarssyni

Aðeins ein hryssa blandar sér í toppbaráttuna í A flokki gæðinga á LM2012. Sú heitir Lotta frá Hellu og er tólfta inn í úrslit [B úrslit] með 8,53 í einkunn. Knapi Hans Þór Hilmarsson, sá er tamdi og sýndi hestagullið Lukku frá Stóra-Vatnsskarði, nema þegar Þórður Þorgeirsson sýndi hana í forskoðun og á LM2008.

Lotta er 11 vetra, undan Þorra frá Þúfu og Lísu frá Mykjunesi, sem var undan Flosa frá Brunnum, sem rykfelldi Viðar frá Viðvík og Adam frá Meðalfelli á LM1986 á Hellu. Vilji tölt og skeið í dýrari klassa.

Lotta er í mörgu líka Flosa afa sínum, liturinn, viljinn og vekurðin. En mýkri í skapi en frændur hennar í Hornafirði almennt. Alltaf tilbúin, í senn auðsveip og snörp. Frábær vekringur, með 9,5 í kynbótadómi og er ekkert að spara það í gæðingakeppninni heldur.

Ræktandi Lottu er Smári Gunnarsson og eigandi Lóa Dagmar Smáradóttir (samkvæmt WorldFeng).