miðvikudagur, 16. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Allir stóðust stöðupróf

28. febrúar 2011 kl. 21:19

Allir stóðust stöðupróf

Föstudaginn 25.febrúar hélt æskulýðsnefnd Sleipnis stöðupróf í grænu og gulu knapamerki í reiðhöll Sleipnis þar sem ellefu knapar þreyttu verkleg próf.

"Skemmst er frá því að segja að allir náðu prófi. Reiðkennari var Þorvaldur Árni Þorvaldsson og prófdómari Sigrún Sigurðardóttir reiðkennari en hún er, að öðrum ólöstuðum, reynslumesti reiðkennari landsins í knapamerkjakennslu. 

Við erum stolt af þessum árangri og óskum öllum sem þreyttu próf til hamingju! " segir í fréttatilkynningu frá æskulýðsnefnd Sleipnis.

Eiðfaxi óskar knöpunum einnig til hamingju með árangurinn.