miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Allir standa við sitt

25. september 2014 kl. 16:12

Líf og fjör í stóðréttum.

Réttað í Skagafirði um helgina.

Um helgina fara fram þrjár stóðaréttir í Skagafirði. Haraldur Þór Jóhannsson, bóndi á Enni er einn af þeim sem hefur rekið hross í Kolbeinsdal um langt skeið og réttar þau í Laufskálarétt.

Aðspurður um þau hrossaviðskipti sem verða í réttunum segir Haraldur þau ekki endilega vera við réttarvegginn heldur hafi kaupendur oft samband þegar líður frá réttardeginum og vilji kaupa hross. „Þetta er mikilvægt fyrir hrossaræktendur á svæðinu að mynda þarna tengsl við hrossaáhugafólk og leggjum við mikla áherslu á að allir sem koma finni að vel sé tekið á móti þeim og að þeim líði vel hjá okkur,“ segir Haraldur en kvartar ekki undan því að viðskipti gangi til baka þegar gleðin renni af mönnum.

Að sögn Haraldar lærist að eiga viðskipti í svona umhverfi og að hann taki ekki mark á kauptilboðum nema þeim fylgi innáborgun til að tryggja að alvara sé á bak við tilboðið. „Ef menn eru ekki til í að greiða inn á kaupin þá býð ég hrossið áfram falt,“ segir Haraldur og hlær við.

Grein um stóðaréttir má nálgast í 9. tölublaði Eiðfaxa. Hægt er að gerast áskrifandi í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is.