sunnudagur, 15. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Allir á Uppskeruhátíð

28. október 2011 kl. 14:07

Allir á Uppskeruhátíð

Miðasalan á Uppskeruhátíð hestamanna er enn í fullum gangi á Broadway.

 
"Miðarnir rjúka út og nú fer hver að verða síðastur að næla sér í miða. Miðasalan verður opin á mánudaginn kemur milli kl. 15 og 18 svo það er um að gera að setja sig í hátíðargírinn og tryggja sér miða.
 
Dagskrá hátíðarinnar er að venju þétt og eru knapar heiðraðir og valdir knapar ársins í sex flokkum: efnilegasti knapinn, skeiðknapinn, íþróttaknapinn, gæðingaknapinn, kynbótaknapinn og knapi ársins. Önnur verðlaun sem afhent verða eru „heiðursverðlaun LH“ og „ræktun keppnishrossa“. Veislustjóri verður stórleikarinn og skemmtikrafturinn Halldór Gylfason.
 
Þriggja rétta hátíðarkvöldverður verður framreiddur kl. 20:00 en húsið opnar kl. 19:00 með fordrykk. Boðið verður upp á laxatvennu á salati í forrétt, lambainnralæri í aðalrétt og desert a la chef í eftirrétt.
 
Það verður hljómsveitin Von sem heldur uppi stuðinu og gestasöngvari hjá þeim verður Matti Matt, betur þekktur sem Matti í Pöpunum.
 
Verð á borðhald og ball er kr. 7.900 en kr. 2.500 bara á ballið," segir í tilkynningu frá LH.