laugardagur, 23. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Allar skærustu stjörnurnar mæta

1. apríl 2015 kl. 18:00

Helga Una Björnsdóttir og Vág frá Höfðabakka

Ráslisti fyrir "Þá allra sterkustu" á laugardaginn.

Á laugardagskvöldið mæta allar skærustu stjörnur töltsins í Sprettshöllina þar sem þeir allra sterkustu leiða saman hesta sína.

Heimsmeistarinn sjálfur, Jóhann R. Skúlason, mætir en enn liggur ekki fyrir á hvaða hesti hann verður. Árni Björn Pálsson mætir með Storm frá Herríðarhóli en þeir félagar hafa verið ósigraðir í tölti á undanförnum árum hér heima. Þorvaldur Árni mætir með Stjörnu frá Stóra – Hofi, par sem ekki hefur sést lengi á brautinn en allir muna eftir. Tekst þeim að leggja sjálfan heimsmeistarann Jóhann og ókrýndan konung töltsins á Íslandi Árna Björn? Þá mætir gamli refurinn að norðan, Gísli Gíslason, með Trymbil frá Stóra-Ási en þeir voru í öðru sæti í A flokknum á Landsmótinu á Hellu í sumar.

Það skyldi enginn gleyma konunum því þær koma fyrnasterkar til leiks Hulda Gústafsdóttir mætir með Kiljan frá Holtsmúla sem var í öðru sæti í töltinu í Meistaradeildinni nú fyrir skömmu. Þarna verð þær líka Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir og Spretta frá Gunnarsstöðum sem og Helga Una Björnsdóttir og Vág frá Höfðabakka. Efnilegasti knapi ársins 2014, Gústaf Ásgeir Hinriksson, mætir með Þyt frá Efsta–Dal en Þytur og Þórarinn Ragnarsson sigruðu „Þá allra sterkustu“ á ísnum í fyrra.

Það stefnir allt í hrökukeppni í Sprettshöllinni á laugardaginn en húsið opnar kl. 18:30. Forsala miða er hafin í Líflandi, Top Reiter og Baldvin og Þorvaldi.

Töltkeppnin hefst á slaginu 20.00 og má búast við að bekkurinn verði þétt setinn.

Knapi Hestur Félag Litur
1 Helga Una Björnsdóttir Vág frá Höfðabakka Þytur Brúnn
2 Siguroddur Pétursson Hrynur frá Hrísdal Snæfellingur Rauður
3 Sigurður Vignir Matthíasson Andri frá Vatnsleysu Fákur Brúnn
4 Gísli Gíslason Trymbill frá Stóra-Ási Stígandi Brúnn
5 Ásmundur Ernir Snorrason Spölur frá Njarðvík Máni Brúnn
6 Reynir Örn Pálmason Bragur frá Seljabrekku Hörður Brúnn
7 Lena Zielinski Melkorka frá Hárlaugsstöðum 2 Geysir Rauður
8 Sigurður Sigurðarson Arna frá Skipaskaga Geysir Dökkjörp
9 Hinrik Þór Sigurðsson Skyggnir frá Aðalbóli (Skeiðvöllum) Sörli Rauður
10 Teitur Árnason Kúnst frá Ytri-Skógum Fákur Brún
11 Gústaf Ásgeir Hinriksson Þytur frá Efsta-Dal II Fákur Brúnn
12 Ólafur Andri Guðmundsson Straumur frá Feti Geysir Brúnn
13 Daníel Jónsson Arion frá Eystra-Fróðholti Geysir Brúnn
14 Játvarður Jökull Ingvarsson Röst frá Lækjarmóti Hörður
15 Hulda Gústafsdóttir Kiljan frá Holtsmúla Fákur Brúnn
16 Hallgrímur Birkisson Dáti frá Hrappsstöðum Geysir Svartur
17 Jakob Svavar Sigurðsson Kilja frá Grindavík Dreyri
18 Berglind Ragnarsdóttir Frakkur frá Laugavöllum Fákur Jarpur, tvístjörnóttur
19 Sigurbjörn Bárðason Jarl frá Mið-fossum Fákur
20 Viðar Ingólfsson Dáð frá Jaðri Fákur Rauðglófext
21 Árni Björn Pálsson Stormur frá Herríðarhóli Fákur Brúnn
22 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Spretta frá Gunnarsstöðum Hörður Brún
23 Guðmundur Björgvinsson Geysir
24 Kristín Lárusdóttir Þokki frá Efstu-Grund Kópur Rauður m.skásettastjörnu
25 Jóhann R. Skúlason
26 Þorvaldur Árni Þorvaldsson Stjarna frá Stóra-Hofi Ljúfur