þriðjudagur, 22. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Alla leið frá Alaska á Hestadaga

10. apríl 2013 kl. 14:56

Alla leið frá Alaska á Hestadaga

Hátíðin Hestadagar var haldin síðastliðna helgi á Reykjavíkur svæðinu. 150 hesta skrúðreið fór um miðbæinn þveran og vakti mikla athygli gangandi vegfarenda,  enda er ekki algengt að sjá  hesta á rölti niður Laugarveginn. Dagskráin var ansi skemmtileg og nóg um að vera.  Jón Gnarr borgarstjóri opnaði Hestadaga  í Reykjavík formlega með því að fara í útsýnisferð í hestakerru um borgina.  

 
Blaðamaður Eiðfaxa átti leið í Húsdýragarðinn á Hestadögum síðastliðna helgi.  Þar var stödd Harvy fjölskyldan sem kom alla leið frá Alaska til þess að koma á hátíðina.  Þau eiga tvo íslenska geldinga og langar í fleiri hesta.  Fjölskyldan var  ánægð með ferðina og heilluð af „hestaþorpinu“ Fáki, enda varla mögulegt annarstaðar en á Íslandi að halda hesthúshverfi í þessari stærðargráðu þar sem sjúkdómar herja á erlendu hestakynin úr öllum áttum.  
 
„ Ástæðan fyrir því að við komum var til þess að skoða fleiri íslenska hesta, og sjá hversu stórt hlutverk þeir spila hér á landi. Það eru svo fáir íslenskir hestar í Alaska, miðað við önnur kyn.“ Eiginkonan hvíslaði þó að blaðamanni að hún væri nú aðalega hér til að sannfæra eiginmannnin um að hér væru ekki bara konur og samkynhneigðir sem stunduðu sportið, eins og svo oft erlendis, heldur afkomendur víkinga, gallhörð karlmenni. Planið hjá þeim var svo að fara á ístöltið og keyra gullna hringinn eins og sönnum túristum sæmir.