miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Álitlegustu stóðhestefnin

odinn@eidfaxi.is
3. desember 2014 kl. 10:01

Arion frá Eystra-Fróðholti hlaut 10,0 bæði fyrir tölt og hægt tölt. Auk þess hlaut hann 9,5 fyrir skeið, vilja/geðslag og fegurð í reið.

Staða Spuna frá Vesturkoti sterk meðal efnilegustu ræktunarhesta framtíðarinnar

Þegar efstur stóðhestefnin samkvæmt kynbótamatinu eru skoðaðir kemur staða Spuna frá Vesturkoti berlega í ljós því af tíu efstu ósýndu stóðhestefnum landsins á hann níu af þeim.

Efsti hesturinn í kynbótamatinu er hins vegar ekki undan Spuna heldur Arion frá Eystra-Fróðholti og Fernu frá Hólum sem er dóttir Þrennu frá Hólum og Hróðri frá Refsstöðum.

Hestarnir í öðru til níunda sæti eru hins vegar allir synir Spuna en mæður þeirra eru Hviða frá Skipaskaga,  Reynd frá Holtsmúla 1, Birta frá Hvolsvelli,  Líf frá Votumýri 2, Gjöf frá Vindási, Elja frá Einhamri 2,  Hrefna frá Vatni, Edda frá Kirkjubæ og Snædís frá Selfossi.

Hér er listi yfir efstu 10 ósýnda hesta samkvæmt BLUP:

IS2013158300 Uni frá Hólum 129

IS2013184228 Salvar frá Fornusöndum 128

IS2012125694 Nn frá Stað 128

IS2013187637 Bruni frá Laugarbökkum 128

IS2014101555 Magni frá Litla-Ási 128

IS2013184981 Vörður frá Vindási 128

IS2013101502 Birtingur frá Svarfholti 128

IS2013138377 Nn frá Vatni 128

IS2012182592 Finnur frá Breiðholti í Flóa 128

IS2013101002 Kári frá Korpu 127

Það verður fróðlegt að fylgjast með þessum folum í framtíðinni.