mánudagur, 11. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Álitleg folöld á folaldasýningu Hrings

8. mars 2011 kl. 09:55

Álitleg folöld á folaldasýningu Hrings

Folaldasýning var haldin í Hringsholti á Dalvík laugardaginn 5. mars sl.

Á heimasíðu hestamannafélagsins Hrings segir að um 45 folöld (fædd 2010) hafi verið skráð til sýningar. Eftir sýninguna hafi það svo verið áhorfendur sem völdu álitlegustu folöldin.

Segir einnig að ungfolarnir Nói frá Hrafnstöðum, Sleipnir frá Bakka og Yfirgangur frá Dalvík hafi verið sýndir.

Myndband og myndir frá sýningunni má nálgast hér á heimasíðu hestamannafélagsins Hrings.

Úrslit urðu eftirfarandi:

Hryssur

1. Suðræna frá Hrafnsstöðum

F. Suðri frá Holtsmúla 1

M. Gjóska frá Hrafnsstöðum

Eigandi: Stefán Jónmundsson

2. Trú frá Jarðbrú

F. Gígjar frá Auðholtshjáleigu

M. Tinna frá Jarðbrú

Eigandi: Elínrós Sveinbergsdóttir

3. Dalarós frá Jarðbrú

F. Feldur frá Hæli

M. Næla frá Hóli.

Eigendur: Þorsteinn Hólm Stefánsson og Þröstur Karlsson.

Hestar

1. Suddi frá Hofi

F. Íslendingur frá Dalvík

M. Spenna frá Dæli.

Eigandi: Eiður Smári Árnason

2. Töffari frá Litlu-Hámundarstöðum

F. Sleipnir frá Barkarstöðum

M. Fjöður frá Rauðuvík

Eigandi: Elín Ósk Arnarsdóttir

3. Íslandsbaldur frá Hauganesi

F. Íslandsblesi frá Dalvík

M. Drottning frá Viðborðsseli 1

Eigandi: Guðlaug J.S. Carlsdóttir