sunnudagur, 15. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Álfur til Noregs-

4. desember 2011 kl. 14:35

Álfur til Noregs-

Í haust mun Álfur frá Selfossi standa í nýjum heimahaga í Heiðmerkurfylki í Noregi.

Árangur Álfs síðustu ár hafi farið fram úr björtustu vonum eiganda hans, Christinu Lund, að er fram kemur í norska hestatímaritinu Islandshest forum. Þrátt fyrir að vera enn afar eftirsóttur hérlendis mun Álfur halda á vit nýrra ævintýra að loknu Landsmótinu í Reykjavík 2012. Að vonum ríkir mikil spenna yfir komu Álfs til meginlandsins, mun vera mikil eftirspurn um notkun á hestinum bæði í Skandinavíu og Þýskalandi.

Álfur er undan Orra frá Þúfu og Álfadís frá Selfossi sem hlaut heiðursverðlaun fyrir afkvæmi á haustfundi Fagráðs í hrossarækt 2011.  Álfur varð hann á Landsmóti í sumar annar í flokki stóðhesta með fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi. Skv. Worldfeng eru skráð afkvæmi Álfs 366 talsins, 29 þeirra hafa komið fyrir dóm og 11 hlotið 8 eða hærra í aðaleinkunn.

Elsta afkvæmi Álfadísar, Álfasteinn, fór utan árið 2007 og hefur reynst geysivel sem kynbótahestur og er m.a. faðir Spuna frá Vesturkoti, en tveir fyrstu verðlauna synir hennar verða þó enn hér á landi enn um sinn, þeir Gandálfur og Álfinnur.