sunnudagur, 16. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Álfur í girðingu í Austvaðsholti

11. júlí 2012 kl. 20:21

Álfur í girðingu í Austvaðsholti

Sleipnisbikarhafinn Álfur frá Selfossi fer í girðingu í Austvaðsholti laugardaginn 14.júlí. Tekið verður á móti hryssum í Austvaðsholti fimmtudaginn 12.júlí frá kl.16-19. Allar upplýsingar og pantanir hjá Christinu í síma 7780508 og Röggu í síma 6648001.Álfur á 59 dæmd afkvæmi aðeins 10 vetra gamall og þ.a 24 sem hlotið hafa 1.verðlaun.  Örfá pláss eru laus í girðingu hjá honum áður en hann fer til Noregs í haust.

Í dómsorðum um Álf kemur m.a fram: 

Álfur gefur úrvals tölt og brokk, taktgott, skref- og lyftingarmikið. Fetgangur er yfir meðallagi og að jafnaði skrefmikill, hrossin stökkva hátt og vel. Fjölhæfni afkvæmanna skiptir í tvö horn hvað vekurð varðar en nokkur eru vel vökur. Afkvæmin eru bráðviljug og samstarfsfús og fara frábærlega vel með háum fótaburði. Álfur gefur fríð og reist hross. Afkvæmin eru samstarfsfús og aðsópsmikil með úrvals fótaburð. Álfur hlýtur heiðursverðlaun fyrir afkvæmi og fyrsta sætið.