miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Álfur hylltur

30. júní 2012 kl. 20:40

Álfur hylltur

Það var mögnuð stemmning í kvöld þegar Sleipnirsbikarinn var afhenntur. Eins og áður hefur komið farm þá var það Álfur frá Selfossi sem hlaut þessa eftirsóttustu viðurkenningu íslenskrar hrossaræktar hér á LM2012.

Eins og flestum er kunnugt þá er Álfur sonur tveggja heiðursverðlaunahrossa, þeirra Orra frá Þúfu og Álfadísar frá Selfossi. Hann vakti strax athygli 4.vetra gamall þá sýndur af Erlingi Erlingssyni, en nú í ár tekur hann ekki bara við Sleipnisbikarnumheldur er hann einnig í A-úrslitum í B-flokki. Sýningin á afkvæmum hans heppnaðist mjög vel og stóðu háhorfendur upp og hylltu þennan ævintýrahest.

Fyrr í dag voru hinir Heiðursverðlaunastóðhestarnir verðlaunaðir, en það voru þeir Markús frá Langholtsparti, Huginn frá Haga, Þóroddur frá Þóroddsstöðum og Þristur frá Feti. Allt voru þetta flottir hópar af öðrum stóðhestum ólöstuðum þá vakti hópur Þórodds mesta athygli. Það voru bundnar miklar vonir við þennan mikla gæðing sem kynbótahest, en fyrst um sinn fannst flestum fátt koma fram sem heillaði fólkið. Nú á þessu móti hafa mörg afkvæma hans höfðað sterkt til fólksins og er hægt að nefan hross eins og Hildu frá Kvistum, Lord frá Vatnsleysu og Hryn frá Hrísdal.