laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Álfssynir efstir

24. desember 2014 kl. 10:00

Þórálfur frá Prestsbæ

Sex af tíu hafa hlotið fullnaðardóm.

Búið var að taka saman þær hryssur fæddar 2009 sem voru efstar í kynbótamati haustið 2012 og athuga hversu margar hafa hlotið fullnaðardóm. Þær voru ekki margar en einungis tvær voru búnar af þeim tíu efstu. Það er önnur saga með hestana en sex hafa hlotið fullnaðardóm af efstu 10.

Svaði frá Hólum var annar í röðinni í kynbótamatinu haustið 2012 en hann var sýndur af Metta Mannseth og hlaut hann 8.23 í aðaleinkunn. Svaði er undan Álfi frá Selfossi og Ösp frá Hólum. Svaði er stór og glæsilegur hestur en hann er 153 cm. og er með 8.43 fyrir sköpulag. 9.5 hlaut hann fyrir samræmi og 9.0 fyrir hófa og stökk.

Þórálfur frá Prestsbæ var þriðji í röðinni en hann var sýndur í sumar af Þórarni Eymundssyni. Þórálfur er einnig undan Álfi frá Selfossi en móðir hans er Þoka frá Hólum. Þóráldur er því bróðir þeirra Þóru og Þeys frá Prestsbæ. Þórálfur hlaut 8.50 fyrir hæfileika og 8.63 fyrir sköpulag. Hann hlaut m.a. 9.0 fyrir stökk, hófa, samræmi og fótagerð.

Kandís frá Litlalandi var fimmti. Hann hefur hlotið 8.23 í aðaleinkunn. Fallegur hestur með 8.54 fyrir sköpulag m.a. hefur hann hlotið 9.0 fyrir samræmi og prúðleika.

Vals frá Auðsholtshjáleigu var fimmti í röðinni en þeir Kandís, Vals og Eldon frá Hákoti, Reimar frá Hólum, Kulur frá Þúfum og Pílagrímur frá Þúfum voru allir jafnir með 123 stig í kynbótamati. Vals er undan Hnokka frá Fellskoti og Vordísi frá Auðsholtshjáleigu. Vals er með 8.38 í aðaleinkunn. Hann er mjög jafn fyrir hæfileika en hann er með 8.5 fyrir allt nema 8.0 fyrir brokk, hægt stökk og hægt tölt.

Eldon frá Hákoti er undan Ómi frá Kvistum og Veröld frá Hákoti. Eldon er með 8.13 í aðaleinkunn en hann er með 9.0 fyrir bak og lend, hófa, prúðleika. Kulur frá Þúfum er undan Hróð frá Refsstöðum og Kylju frá Stangarholti en hann hlaut líkt og Eldon 8.13 í aðaleinkunn. Hæsta einkunn hans er 9.5 en hana hlaut hann fyrir prúðleika.

Efstu hestar í kynbótamati fæddir 2009, haustið 2012.

IS2009188819 Dropi frá Þóroddsstöðum 125
IS2009158304 Svaði frá Hólum 125
IS2009101167 Þórálfur frá Prestsbæ 125
IS2009187017 Nn frá Auðsholtshjáleigu 124 Fórst
IS2009187144 Kandís frá Litlalandi 123
IS2009187015 Vals frá Auðsholtshjáleigu 123
IS2009186435 Eldon frá Hákoti 123
IS2009158308 Reimar frá Hólum 123 Geltur
IS2009158166 Kulur frá Þúfum 123
IS2009158160 Pílagrímur frá Þúfum 123 Geltur

Sjá gamla frétt um BLUP bombur á tamningaaldri