föstudagur, 18. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Álfasteinn mest notaður

18. apríl 2015 kl. 12:00

Álfasteinn frá Selfossi, knapi Olil Amble.

Tíu vinsælustu stóðhestarnir í Danmörku.

Álfasteinn frá Selfossi var mest notaði stóðhestur í Danmörku árið 2014. Það kemur fram í frétt hestablaðsins Tölt sem danska landssamband íslenska hestsins gefur út.

Álfasteinn mun eiga von á 49 afkvæmum í vor en hann á nú þegar 459 skráð afkvæmi. Af þeim hafa 95 Álfasteinsbörn hlotið fullnaðardóm og 56 þeirra hlotið aðaleinkunnina 8,00 eða hærra.

Álfasteinn er fæddur 2001 en var seldur til Danmörku árið 2007. Eigendur hans eru Marianne og Michael Skatka.

Annar í röð mest notuðu stóðhesta í Danmörku er heimsmeistarinn í tölti, en 41 hryssa er fyljuð við Hnokka frá Fellskoti.

Aðrir stóðhestar eiga von á mun færri afkvæmum. Þriðji í röðinni er Víðar fra Guldbæk, með 29 fyljaða hryssu, Glotti frá Sveinatungu með 28 fyljanir og Kramsi frá Blesastöðum 1A með 26 fyljanir, Boði fra Horskilde með 24, Spóliant vom Lipperthof með 24, Jón fra Tyrevoldsdal með 23, Vefur frá Eikarbrekku með 23 og Framherji frá Flagbjarnarholti með 22 fyljanir.

Upplýsingarnar eru fengnar frá WorldFeng samkvæmt fréttinni.