föstudagur, 15. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Álfasteinn kominn með sjö inn á mót

30. maí 2011 kl. 13:30

Glitnir frá Eikarbrekku, sonur Álfasteins frá Selfossi. Knapi Jakob Sigurðsson.

Vantar fimm afkvæmi í heiðursverðlaun

Álfasteinn frá Selfossi er einn af meiri háttar kynbótahestum síðari ára ef marka má stöðu hans í WorldFeng nú. Þegar kynbótamat var reiknaði í fyrra átti hann 267 skráð afkvæmi og þar af 28 með fullnaðardóm. Í ár hefur fulldæmdum afkvæmum fjölgað í 45. Hann vantar því ekki nema 5 sýnd hross í heiðursverðlaun og stendur vel í stigum, en 118 stig og 50 dæmd afkvæmi þarf í heiðursverðlaun.

Álfasteinn er með 123 stig í aðaleinkunn í Bluppi samkvæmt síðasta útreikningi og hæst 127 stig fyrir fegurð í reið. Sem kemur ekki á óvart. Foreldrar hans, Álfadís frá Selfossi og Keilir frá Miðsitju, eru með fallegasta höfuðburð sem sést á hrossum og hafa sköpulag til þess.

Sjö afkvæmi undan Álfasteini hafa náð lágmörkum inn á LM2011. Þar á meðal er hinn snjalli stóðhestur Spuni frá Vesturkoti, sem sló í gegn á Sörlastöðum með 8,66 í aðaleinkunn. Einnig Glitnir frá Eikarbrekku, undan Brá frá Auðsholtshjáleigu, sem er undan Limru frá Laugarvatni og Orra frá Þúfu og alsystir þeirra Gára og Vordísar frá Auðsholtshjáleigu.