laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Álfadrottning í 8,53 í aðaleinkunn

4. júní 2012 kl. 19:26

Álfadrottning í 8,53 í aðaleinkunn

Álfadrottning frá Austurkoti var sýnd í dag á Hellu. Þórður Þorgeirsson sýndi Álfadrottningu og hlaut hún 8,37 fyrir sköpulag, 8,64 fyrir hæfileika sem gerir 8,53 í aðaleinkunn. Þetta er töluverð hækkun frá eldri dómum en fyrir var Álfadrottning hæst með 8,34 í aðaleinkunn. Álfadrottning er sem stendur efst inn á Landsmót í flokki hryssna 7 vetra og eldri.

Þrjár 5 vetra hryssur náðu einkunna lágmörkum inná Landsmót en Þórður Þorgeirsson sýndi Furu frá Stóru-Ásgeirsá. Fura hlaut 9,0 fyrir tölt og brokk. 8,37 fyrir sköpulag og 7,94 fyrir hæfileika sem gerir 8,11 í aðaleinkunn. Vignir Siggeirsson sýndi Tíbrá frá Hemlu II en hún hlaut í aðaleinkunn 8,23, 8,16 fyrir sköpulag og 8,27 fyrir hæfileika. Auku Furu og Tíbráar komst Dimma frá Kvistum inn en hún hlaut í aðaleinkunn 8,18, 7,98 fyrir sköpulag og 8,31 fyrir hæfileika.
 
Ólafur Andri Guðmundsson sýndi 6 vetra hryssu, hana Opnu frá Feti. Opna hlaut glæsilega sköpulagseinkunn eða 8,64 þar af fékk hún 9,5 fyrir fótagerð og háls, herðar og bóga. Fyrir hæfileika hlaut Opna 8,13, klárhryssa, 9,0 fyrir tölt og vilja og geðslag og 9,5 fyrir stökk. 
 
Meðfylgjandi er dómur Álfadrottningar:
 
IS2005282657 Álfadrottning frá Austurkoti
Örmerki: 352206000046461
Litur: 1510 Rauður/milli- skjótt
Ræktandi: Austurkot ehf
Eigandi: Ingibjörg Kristjánsdóttir
F.: IS2002187662 Álfur frá Selfossi
Ff.: IS1986186055 Orri frá Þúfu í Landeyjum
Fm.: IS1996287660 Álfadís frá Selfossi
M.: IS1994255474 Snæfríður frá Þóreyjarnúpi
Mf.: IS1991155195 Skinfaxi frá Þóreyjarnúpi
Mm.: IS1984255473 Ljósa frá Þóreyjarnúpi
FORSKOÐUNARDÓMUR
Héraðssýning á Gaddstaðaflötum
Mál (cm): 143 - 139 - 65 - 144 - 28,0 - 18,0
Hófa mál: V.fr.: 8,9 - V.a.: 7,7
Sköpulag: 9,0 - 8,5 - 8,5 - 8,5 - 9,0 - 7,5 - 7,5 - 8,0 = 8,37
Hæfileikar: 8,5 - 8,0 - 9,0 - 8,0 - 9,0 - 9,0 - 8,5 = 8,64
Aðaleinkunn: 8,53      Hægt tölt: 8,5      Hægt stökk: 8,0
Sýnandi: Þórður Þorgeirsson