þriðjudagur, 17. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Alfa efst í hléi

27. júní 2011 kl. 16:44

Alfa efst í hléi

Gríðarsterk keppni er nú háð í B-flokki gæðinga. Nú í hléi, þegar rúmlega helmingur af þeim 109 hrossum sem skráð eru til leiks hafa lokið sýningum sínum, stendur Alfa frá Blesastöðum I efst með einkunnina 8,72. Knapi Ölfu er Sigursteinn Sumarliðason.

Mídas frá Kaldbak hlaut einkunnina 8,66 og er í öðru sæti sem stendur, knapi hans er Steingrímur Sigurðsson. Klerkur frá Bjarnanesi I er aðeins einni kommu á eftir Mídasi í þriðja sæti, knapi hans er Eyjólfur Þorsteinsson.