laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Aldrei fleiri umsóknir um nám

18. júní 2010 kl. 14:40

Mynd: www.holar.is

Aldrei fleiri umsóknir um nám

Fram kemur á vef Háskólans á Hólum, að aldrei í sögu skólans hafi jafnmargir sótt um skólavist og í vor. Fjölgun umsókna milli ára er gríðarleg eða rétt tæplega 46%.

Umsóknafjöldi endurspeglar áhuga fólks á okkar greinum, jafnframt er hann ávöxtur metnaðarfullrar vinnu starfsmanna við uppbyggingu skólans og síðast en ekki síst hlýtur hann að bera vott um að nægðir nemendur beri skólanum góða sögu.

Alls hafa borist 235 umsóknir þar af 101 umsókn í ferðamáladeild, 15 í fiskeldis- og fiskalíffræðideild (þar af 5 í BS nám í sjávar- og vatnalíffræði sem er sameiginlegt nám með Háskóla Íslands) og 119 í hestafræðideild (þar af 12 í BS-nám í hestafræðum sem er sameiginlegt með Landbúnaðarháskóla Íslands).