þriðjudagur, 23. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Aldrei fleiri kynbótahross

Odinn@eidfaxi.is
19. júní 2014 kl. 13:54

Sjóður frá Kirkjubæ, knapi Guðmundur Björgvinsson. Mynd/Berglind

Verður erfitt að halda dagskrá LM2014

Aldrei hafa fleiri kynbótahross máð inn á Landsmót en þau eru nú um 290 talsins. Deildar meiningar hafa verið um fyrirkomulagið en margir telja betra að ákveða frekar hámarksfjölda í hvern flokk. Vegna þessa hefur RML sent frá sér eftirfarandi tilkynningu: Svo sníða megi endanlega dagskrá og tímasetningar á kynbótavelli LM2014 er brýnt að fá upplýsingar um þá gripi sem ekki munu nýta rétt sinn til að koma fram á mótinu. Eigendur þessara gripa eða knapar eru vinsamlega beðnir að koma upplýsingum til Péturs Halldórssonar með tölvupósti á petur@rml.is, eða í síma 862-9322 sem allra fyrst.