mánudagur, 14. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Aldnir höfðingjar hittast

Herdís Reynis
10. ágúst 2013 kl. 13:51

Dagskrárliðurinn "Old heroes" slær í gegn.

Dagskrárliðurinn "Old Heroes" eða Aldnir Höfðingjar féll vel í kramið hjá áhorfendum HM. Þetta er í fyrsta skipti sem safnað er saman gömlum kempum sem gert hafa garðinn frægan á Heimsmeistaramótum fyrrum. 

Sigurður Matthíasson er upphafsmaður hugmyndarinnar sem vatt upp á sig og endaði á því að núna áðan komu saman 30 misgamlir hestar sem allir hafa séð heimsmeistaramót áður.

Sigurbjörn Bárðarson sést hér með Gordon sinn frá Stóru-Ásgeirssá en saman eru margfaldir heimsmeistarar og heimsmethafar í skeiðgreinum.

Berglind Ragnarsdóttir hitti einnig Bassa sinn frá Möðrufelli og Hulda sat Stefni aftur eftir 18 ára hlé. Þá komu fram kappar eins og Kappi frá Álftagerði sem Gísli Geir Gylfason keppti á 1999, Kjarkur frá Horni, Laxnes frá Stördal, Mökkur frá Varmalæk. Fáni frá Hafsteinsstöðum, Depill frá Votmúla og að síðustu tóku Maggi Skúla og Mjölnir frá Dalbæ glæsilegan skeiðsprett sem Eiðfaxi mun birta myndband af von bráðar.