mánudagur, 17. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ákvörðun um Landsmótsstað frestað

21. desember 2009 kl. 09:55

Nota jóladagana til að hugsa málið í þaula

Ákvörðun um Landsmótsstað 2012 var ekki tekin á stjórnarfundi LH síðastliðinn föstudag eins og fyrirhugað var.

Haraldur Þórarinsson, formaður LH og stjórnarformaður Landsmóts ehf., segir að stjórnarmenn hafi viljað yfirfara betur alla þætti málsins áður en þeir greiddu atkvæði sitt. Um sé að ræða stórt mál þar sem miklir hagsmunir séu í húfi.

Menn hafi viljað nota jóladagana til að hugsa málið, vega og meta kosti og galla í þaula. Haraldur segir að ákveðið hafi verið að taka lokaákvörðun á fundi þann 29. desember.