fimmtudagur, 21. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ákvarðanir teknar um tunguboga

29. september 2014 kl. 15:09

Fjölbreyttar tillögur stjórnar leggja grunn að fjörugu Landsþingi.

Stjórn LH hefur birt tíu tillögur til umfjöllunar á Landsþingi LH sem haldið verður á Hótel Selfossi dagana 17.-18. október nk.

Líklegt þykir að styr verði um fyrstu tillögu stjórnar, þar sem lagt er til bann á notkun á tungubogum í keppni. Auk þess skorar LH á Fagráð að skipa nefnd með fulltrúum frá LH og öðrum hagsmunaaðilum í hestamennsku, til að skoða hvort ekki sé rétt að leyfa eingöngu einfaldasta beislabúnað við sýningar kynbótahrossa, samkvæmt annarri tillögu.

Lagðar eru til fastar dagsetningar á Íslandsmótum til að einfalda skipulagningu þeirra og einnig er lagt til að fulltrúar Járningamannafélag Íslands fái aukaaðild að LH, samkvæmt annarri tillögu og vill stjórn LH að JÍ vinni að gerð samræmdra starfsreglna fyrir fótaskoðunarmenn á mótum.

Af öðrum tillögum má nefna áskorun til fjármálaráðherra að afnema skatta af íþróttafélögum, hvatningu til hestamannafélaga að standa vörð um reiðvegi þegar fjallað er um skipulagsmál og áskorun til ríkisstjórnar Íslands um að auka fjárframlög til reiðvegagerðar.

Tillögurnar má nálgast hér.