þriðjudagur, 22. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Akureyrarvaka og Léttir

23. ágúst 2013 kl. 11:17

léttir

Sýning á flötinni við Samkomuhúsið

Eins og allir hestamenn vita er Akureyrarvaka að bresta á og ætlar Hestamannafélagið Léttir að vera með sýningu á flötinni við Samkomuhúsið, föstudagskvöldið 30. ágúst kl. 22:00 .
Sýningin verður með svipuðu sniði og afmælissýningin í fyrra. Einnig ætlum við að fara í heimsókn á Dvalarheimilið Hlíð og Lögmannshlíð laugardaginn 31. ágúst. Okkur vantar vaska knapa til að taka þátt í þessum viðburðum.
Ef þú hefur áhuga á að leggja okkur lið þá er þín aðstoð vel þeginn.
Ef einhverjar spurningar vakna er hægt að hafa samband við Sigfús Helgason 846-0768 eða Gunnar Frímannsson 866-0550.
Fundur verður haldinn í Léttishöllinni, þriðjudaginn 27. ágúst kl. 20:00 til að skipuleggja herlegheitin.