miðvikudagur, 23. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Áhuginn er drifkrafturinn

24. mars 2016 kl. 13:00

Sunna Sigríður sigraði fjórgang áhugamanna á Fífil frá Feti Mynd: Hrafnhildur Helga Guðmundsdóttir

Viðtal við Sunnu Sigríði Guðmundsdóttur

Sunna Sigríður Guðmundsdóttir var sú eina í fjölskyldunni sem hafði áhuga á hestamennsku og var svo heppin
að vinur fjölskyldunnar, Friðbjörn Björnsson, tók hana með sér í hesthúsið og kynnti hana fyrir hestamennskunni
og þá var ekki aftur snúið. Á dögunum reið hún hesti sínum, Fífli frá Feti, til sigurs í fjórgangi í Gluggar og
Gler deildinni. Eiðfaxi hafði samband við Sunnu og spurði hana út í áhugamálið, bakgrunnin og deildina.

„Ég hef verið mjög dugleg að sækja mér námskeið hingað og þangað. Ég hef verið að fara mikið til Hinriks Bragasonar og Huldu Gústafsdóttur. Svo er ég svo heppin að Ólöf vinkona mín (Ólöf Rún Guðmundsdóttir) er nýútskrifuð frá Hólum og hún er rosalega dugleg að hjálpa mér og taka mig í einkatíma. Við Fífill frá Feti erum búin að þróast mjög mikið með hennar hjálp síðastliðið ár.“

Lestu viðtalið við Sunnu Sigríði í heild sinni í nýjasta tölublaði Eiðfaxa. Hægt er að gerast áskrifandi í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is.