miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Áhugaverð saga: Íslenski hesturinn sannar gömul gildi

26. júní 2009 kl. 09:55

Úttekt í Hestar og hestamenn, sérblaði Viðskiptablaðsins

Íslenski hesturinn gekk í endurnýjun lífdaga nú á dögunum þegar hópur vaskra sveina sundreið nokkur af stærstu vatnsföllum Suðurlands.

Garpar þessir unnu það afrek að sundríða tvær stórar ár, sem ekki hafa verið sundriðnar áður svo vitað sé, Jökulsá á Breiðarmerkursandi og Hvítá við Auðsholt. Allavega ekki á þeim stöðum sem þeir riðu yfir, og sannanlega ekki með stóran hrossarekstur.

Með ferð sinni sönnuðu þeir, og gott betur, að þrek og þor íslenska hestsins er ekki þjóðsaga. Þeir riðu langar dagleiðir, 50 til 80 kílómetra, frá Hornafirði til Selfoss.

Á hverjum degi fóru þeir yfir ár sem reyndu á menn og hesta. Í lok ferðarinnar voru hrossin sem mest á mæddi skoðuð af dýralækni og blóð þeirra rannsakað. Engin merki sáust um ofreynslu eða álagsmeiðsli.

Sjá nánari umfjöllun um „Vatnagarpa“ í mánaðarlegu sérblaði um hesta og hestamenn sem fylgir Viðskiptablaðinu. 

Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér.