föstudagur, 15. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Áhugamenn keppa í slaktaumatölti

28. febrúar 2015 kl. 11:00

Gunnhildur Sveinbjarnardóttir og Skjálfti frá Langholti.

Gluggar og gler deildin heldur áfram 5. mars.

Keppt verður í slaktaumatölti í Glugga og Gler deildinni fimmtudaginn 5 mars í Sprettshöllinni.

"Hraunhamar - slaktaumatölt er næst á dagskrá í Gluggar og Gler deildinni og spennustigið að hækka bæði hjá keppendum og áhorfendum. Mótið verður á fimmtudagskvöldið 5 mars í Sprettshöllini og hefst keppni  kl. 19:00.

Mikill metnaður er í keppendum og heyrst hafa skemmtilegar sögur af æfingum.  Ljóst að við eigum eftir að fá að sjá skemmtilegar sýningar og flotta hesta. Áhorfendur hafa ekki látið sitt eftir liggja í mótaröðinni og gaman að
sjá stuðninginn sem knapar fá af pöllunum.

Húsið opnar kl. 17:30 og sem í fyrri mótum mun einvala lið Sprettara sjá um að reiða fram veitingar í Veislusalnum okkar á góðu verði.  Í boði verða m.a. eðalsúpa ala Sprettur, pizzur og margt annað. Ljóst er að enginn fer þyrstur eða svangur heim að kvöldi loknu.

Við hvetjum alla áhugamenn um hestamennsku að taka kvöldið frá, koma í Sprettshöllina, njóta og horfa á spennandi keppni. Aðgangur er frír," segir í tilkynningu frá mótshöldurum en ráslistar verða birtir á miðvikudaginn 4 mars.