þriðjudagur, 15. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Áhugamenn keppa í fimmgangi

13. febrúar 2015 kl. 10:47

Spenna fyrir næsta móti Glugga og gler deildarinnar

Gluggar og gler deildin heldur áfram miðvikudaginn 18. febrúar en þá verður keppt í fimmgangi.

"Eftir velheppnað mót í fjórgangi í Gluggar og Gler deildinni voru knapar mættir til æfinga fyrir fimmganginn strax daginn eftir mót.  Mikill metnaður er í gangi og spennan mikil.  Æfingar hafa staðið yfir óslitið síðan.

Næsta mót er á miðvikudagskvöldið 18 febrúar í Sprettshöllini og hefst keppni kl. 19:00.

Húsið opnar kl. 17:30 og einvala lið Sprettara mun sjá um að reiða fram veitingar í Veislusalnum okkar á góðu verði.  Í boði verða m.a. eðalsúpa ala Sprettur, pizzur og margt annað. Ljóst er að enginn fer þyrstur eða svangur heim að kvöldi loknu.

Við hvetjum alla áhugamenn um hestamennsku að taka kvöldið frá, koma í Sprettshöllina, njóta og horfa á spennandi keppni. Aðgangur er frír," segir í tilkynningu frá aðstandendum mótaraðarinnar.

Ráslistar verða birtir á þriðjudaginn 17 febrúar.