miðvikudagur, 18. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Áhugamannamót Íslands 2019

18. júlí 2019 kl. 23:00

Áhugamannamót Íslands.

Skráning á þetta skemmtilega mót er hafin

Tíminn lýður hratt og nú er komið að því, Áhugamannamót Íslands 2019 verður haldið á Rangárbökkum við Hellu helgina 26-28.júlí næstkomandi.

Farandgripirnir verða á sínum stað.

Keppt verður í opinn flokkur 2 og eftirfarandi greinum, T3, T4, T7, V2, V5, F2, PP1 og P2.

Skráning er hafin og fer fram á sportfeng.com, velja Geysir sem aðildarfélag sem heldur mót.

Skráningu lýkur mánudaginn 22.júlí kl 23:59. Skráningargjöld eru greidd á sama stað.

Ef vandamál koma upp við skráningu er hægt að hafa samband í síma 8637130 áður en skráningarfresti lýkur.

Eingöngu verður tekið við afskráningum í síma 8637130.

 

Mótanefndin