laugardagur, 23. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Áhugamannadeildinni gerð góð skil

11. febrúar 2015 kl. 14:32

Nýjir hestaþættir í Ríkissjónvarpinu.

 Nýir hestaþættir hefja göngu sína á RÚV í kvöld, miðvikudaginn 11. febrúar. Þættirnir bera titilinn „Á spretti” og í þeim er fjallað um áhugamannadeildina í hestaíþróttum. Þættirnir verða alls fimm talsins, en fylgst verður með mótunum fjórum í mótaröðinni, auk samantektarþáttar í lokin. Auk þess að fylgjast með keppninni kynnumst við þátttakendum og forvitnumst um hvað það er sem fær fólk til að sinna hestum að loknum vinnudegi og leggja á sig að taka þátt í hörkukeppni sem þessari.

Þættirnir verða á dagskrá á miðvikudögum á milli móta, þ.e. 11. feb., 25. feb., 11. mars, 25. mars og svo samantektarþáttur þann 8. apríl. Þættirnir eru sýndir kl. 22:20 á miðvikudögum og endursýndir á laugardögum kl. 12:40, auk þess sem hægt er að horfa á þá í beinni útsendingu á ruv.is og í sarpinum á sama vef að frumsýningu lokinni.

Umsjón með þáttunum hefur Hulda G. Geirsdóttir og um dagskrárgerð sjá Hulda og Óskar Nikulásson. Aðalstyrktaraðilar þáttanna eru BM Vallá, Fulltingi, Reebook Fitness, Stjörnublikk og Ástund. Þetta kemur fram í tilkynningu frá umsjónarmönnum þáttarins.