miðvikudagur, 20. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Áhugamaður tilnefndur

odinn@eidfaxi.is
2. janúar 2015 kl. 09:45

Guðbjartur Hjálmarsson er áhugamaður í hestamennsku og var einn af sex sem tilnefndir voru til íþróttamanns ársins í Fjarðarbyggð.

Ekki er oft sem áhugamenn í hestaíþróttum hljóta tilnefningar til íþróttamanns árisins.

Það er ekki oft sem hestaíþróttamenn eru tilnefndir til íþróttamanns árisins og enn sjaldgæfara er að áhugamenn í hestaíþróttum fái slíkar tilnefningar.

Guðbjartur Hjálmarsson er áhugamaður í hestamennsku og  var einn af sex  sem tilnefndir voru til  íþróttamanns ársins í Fjarðarbyggð. Hann var eini hestamaðurinn í hópnum en hann hefur um alllangt skeið haft hestamennsku sem áhugamál, en hann starfar hjá Síldarvinnslunni á Neskaupsstað.

Eiðfaxi óskar Guðbjarti til hamingju með tilnefninguna en íþróttamaður Fjarðarbyggðar var  Eva Dögg Jóhannsdóttir Ungmennafélaginu Val Reyðarfirði.