mánudagur, 24. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Áhersla á góða og snyrtilega reiðmennsku

19. júlí 2012 kl. 19:13

Áhersla á góða og snyrtilega reiðmennsku

Íslandsmót fullorðinna hófst nú í kvöld með knapafundi. Knapar fjölmenntu á fundinn og greinilega góð stemming í hópnum. Boðið var upp á súpu og brauð og farið aðeins yfir málin. Sigríður Björnsdóttir dýrlæknir fór stuttlega yfir heilbrigðisskoðun á keppnishrossunum og Elisabeth Jansen fór yfir keppnisreglur. 

  • Klár í keppni, heilbrigðisskoðunin, verður á þessu móti líkt og á Landsmótinu. Skoðunin fer fram 1 - 24 tímum fyrir keppnina en hún mun fara fram á gamla vellinum.
  • Fulltrúi knapa er Edda Rún Ragnarsdóttir og geta knapar leitað til þeirra ef koma upp einhver álita mál.
  • Knapar minntir á að vera vel vakandi svo að mótið gangi vel. 
  • Þar sem þetta er ár reiðmennskunnar verður lagt mikil áhersla á góða reiðmennsku og gott samspil á milli manns og hests. + og - spjöldin verða notuð.
  • Þeir sem vilja vera með ákveðin lög meðan þeir eru í braut eru beðnir um að hafa samband við Friðrik í síma 8991019
  •