þriðjudagur, 12. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ágústínus á leiðinni út

odinn@eidfaxi.is
3. október 2013 kl. 15:45

Ágústínus

Fáir synir Kolfinns standa ræktendum til boða.

Stóðhesturinn Ágústínus frá Melaleiti er á leiðinni til Danmerkur. Þetta staðfestir Guðmundur Björgvinsson en er ekki viss um hvað bíði hans í danaveldi, en hesturinn hefur verið í þjálfun hjá Guðmundi undanfarið ár.

Ágústínus vakti fyrst verulega athygli þegar hann var hæst dæmda hrossið á héraðssýningu kynbótahrossa í Víðidal 2008.

Ræktandi hans er Vilhjálmur Svansson en hann seldi hinum danska Michael Lenardz hestinn.

Ágústínus er undan Gnótt frá Steinmóðabæ, sem fékk fyrstu verðlaun á Melgerðismelum 1987. Þá sýnd af Magnúsi Lárussyni sem nú gaf syninum einkunnir. Meðal systkina hans má nefna stóðhestana Eril frá Kópavogi, 8,03, og Gasalegan-Helling frá Hofsósi, 8,14. Einnig dótturina Drótt frá Kópavogi, sem er móðir Krafts frá Efri-Þverá, sem var hæstur í 4 vetra flokki stóðhesta á LM2006 á Vindheimamelum.

Faðir hans er heiðursverðlaunahesturinn Kolfinnur frá Kjarnholtum, en þrír af þekktustu sonum hans hafa nú yfirgefið landið á þessu ári, en það eru þeir Alur frá Lundum II, Kraftur frá Efri-Þverá og Ágústínus. 

Ágústínus hefur aðeins komið fram á keppnisvellinum, en hann var m.a. í úrslitum A-flokks á LM2011.

 

Hér er hæsti dómur Ágústínusar.

 

IS2002135450 Ágústínus frá Melaleiti

Litur: 2500 Brúnn/milli- einlitt

Ræktandi: Vilhjálmur Svansson

Eigandi: Sporthestar ehf., Vilhjálmur Svansson

F: IS1981187020 Kolfinnur frá Kjarnholtum I

Ff: IS1968157460 Hrafn frá Holtsmúla

Fm: IS1974288560 Glókolla frá Kjarnholtum I

M: IS1979286002 Gnótt frá Steinmóðarbæ

Mf: IS1976186111 Háttur frá Kirkjubæ

Mm: IS1961284221 Stjarna frá Steinmóðarbæ

Mál: 141 - 131 - 137 - 65 - 140 - 38 - 48 - 43 - 6,5 - 29,5 - 18,5

Hófamál: Vfr: 9,2 - Va: 7,9

Sköpulag: 8,0 - 8,5 - 8,5 - 8,0 - 7,5 - 8,0 - 8,5 - 7,0 = 8,13

Hæfileikar: 8,5 - 9,5 - 9,0 - 9,0 - 9,5 - 8,5 - 8,0 = 8,93

Aðaleinkunn: 8,61

Hægt tölt: 8,0      Hægt stökk: 8,0    

Sýnandi: Agnar Þór Magnússon