mánudagur, 23. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ágústínus hæst dæmda útflutta hrossið

7. janúar 2014 kl. 10:33

Ágústínus frá Melaleiti fór á vit nýrra ævintýra í Danmörku.

79 fyrstu verðlauna hross yfirgáfu landið í fyrra.

Af þeim 1236 hrossum sem flutt voru frá landi á árinu 2013 hafa 79 hlotið fyrstu verðlaun í kynbótadómi samkvæmt upplýsingum frá Bændasamtökum Íslands.

Stóðhesturinn Ágústínus frá Melaleiti trjónir efst á lista hæst dæmdu útfluttu hrossin á síðasta ári. Hann er með 8,61 í aðaleinkunn og er nú í Danmörku. Annar er Tígull frá Gýgjarhóli sem hlaut 8,60 í aðaleinkunn kynbótadóms og fór til Þýskalands. Heimsmeistaramótsfarinn Möller frá Blesastöðum 1A er svo þriðja hæst dæmda hrossið, með 8,57 í aðaleinkunn.

Hæst dæmdu hryssurnar til að yfirgefa frónna er heimsmeistarinn Fura frá Hellu með einkunnina 8,53 og Djásn frá Hnjúki með 8,52 í aðaleinkunn kynbótadóms.