laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ágústínus frá Melaleiti

1. júlí 2010 kl. 09:59

Ágústínus frá Melaleiti

 Ágústínus frá Melaleiti  tekur á móti hryssum á Langsstöðum í Flóa  5 km frá Selfossi  helgina 3- 4 júlí. Ekki er ljóst hvort Ágústínus fer út í haust en líklegt er að hann fara til Danmerkur á næstu misserum þannig að þeir sem vilja tryggja sér fyl með þessum mikla gæðingi áður en hann fer af landi brott geta haft samband við Óðinn Örn í síma 866-1230. Allar nánari upplýsingar um hestinn er að finna á www.foli.is

Ágústínus er sonur Kolfinns frá Kjarnholtum en Ágústínus er hæst dæmda afkvæmi Kolfinns með 8,93 fyrir hæfileika og 8,13 fyrir sköpulag. Ganghæfileikar hestsins eru með þeim bestu sem þekkjast og er Kolfinnur þekktur fyrir afkvæmi með mikið gangrými og fer þar Ágústínus þar fremstur í flokki. Hann hefur hlotið 8,5 fyrir tölt, 9,5 fyrir brokk, 9,0 fyrir skeið og 9,5 fyrir vilja/geðslag. Töltið er eins og best verður en það er sennilega enginn alhliða hestur til með annað eins brokk. Hann hlaut 9,5 fyrir brokk en rýmið, spyrnan og svifið er alveg ótrúlegt. Aðall íslenska hestsins er flugavekurð og vanntar það ekki á þessum bænum. Ágústínus er með vakrari hestum enda hlaut hann 9,0 fyrir skeið.