mánudagur, 11. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Agnar Snorri í A-úrslit

10. ágúst 2019 kl. 14:00

Agnar Snorri Stefánsson sigurvegari B-úrslit

B-úrslitum í fimmgangi lokið

 

Nú er b-úrslitum í fimmgangi lokið en það voru síðustu úrslit dagsins. Framundan er verðlaunaafhending kynbótahrossa.

Agnar Snorri Stefánsson vann sér sæti í A-úrslitum, hestur hans er Bjartmar fra Nedre Sveen og eru þeir fulltrúar Danmerkur. Bjartmar er með úrvals fetgang og hlaut hann 9,33 í meðaleinkunn fyrir fet og þar af eina 10,0.

 

Niðurstöður úr B-úrslitum í fimmgangi

 

Sæti.

Knapi

Hestur

Einkunn

Land

1

Agnar Snorri Stefánsson

Bjartmar fra Nedre Sveen

7.40

Danmörk

2

Erik Andersen

Farsæll fra Midtlund

7.00

Noregur

3

Silvia Ochsenreiter-Egli

Heljar frá Stóra-Hofi

6.69

Sviss

4

Vicky Eggertsson

Gandur vom Sperlinghof

6.40

Þýskaland

5

Pierre Sandsten Hoyos

Búi frá Húsavík

5.93

Austurríki