föstudagur, 18. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Agnar og Alur langhæstir í forkeppni slaktaumatölts

20. febrúar 2015 kl. 09:22

Agnar var að vonum ánægðum með sýningu sína og Als í forkeppni slaktaumatölts.

World Tolt í Danmörku hófst í morgun.

Heimsbikarmótið innanhús, World Tolt, hófst í morgun í Óðinsvéum í Danmörku.

Dagskrá mótins má nálgast hér en núna fyrir hádegi fara fram forkeppnir í fjórgangi og slaktaumatölti.

Hæstu einkunn í fjórgangi, þegar 10 keppendur hafa lokið sýningu, er Yoni Bloom frá Hollandi á hestinum Bjarti fra Aquadraat. Jakob Svavar Sigurðsson og Asi frá Lundum II hlutu 7,20 og eru í 2. sæti sem stendur.

Agnar Snorri Stefánsson hefur hlotið langhæstu einkunn, 7,63, í forkeppni slaktaumatölts á Al frá Lundum II.