sunnudagur, 25. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Agnar í lagi

odinn@eidfaxi.is
3. ágúst 2015 kl. 20:59

Kengála frá Neðri-Rauðalæk. Knapi Agnar Snorri Stefánsson. Mynd/Kari Baklund

Óhapp í sýningu kynbótahrossa

Svo illa vildi til í sýningu kynbótahrossa hér í Herning í dag að ístaðsól Agnars Snorra Stefánssonar slitnaði í miðri sýningu. Agnar féll við það af baki og var fluttur í burt í sjúkrabíl.

Á spítala hér í Herning gekk hann núna seinni partinn undir rannsóknir en sem betur fer leiddu þær í ljós að hann hafi ekki hlotið alverlega áverka.

Í samtali við Pál Braga Hólmarsson liðsstjóra íslenska liðsins staðfestir hann þessar fregnir, en hryssan sem Agnar sýndi í dag var fulltrúi Noregs í fimm vetra flokki hryssna en sú heitir Hind fra Stall Ellingseter. Agnar náði ekki að klára dóminn, en koma mun í ljós hvort hann sé fær um að sýna önnur kynbótahross á mótinu en hann á að sýna meðal annars Kengálu frá Neðri-Rauðalæk fulltrúa Íslands í elsta flokki hryssa.