miðvikudagur, 16. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Aganefnd LH fjallar um mál Þórðar Þorgeirssonar

Jens Einarsson
1. september 2009 kl. 11:07

Á hugsanlega yfir höfði sér keppnisbann

Aganefnd Landssambands hestamannafélaga, LH, mun funda í kvöld og fara yfir agabrot Þórðar Þorgeirssonar sem átti sér stað á HM2009 í Sviss. Þórður braut reglur landsliðsins um meðferð áfengis. Fimm einstaklingar hafa verið kallaðir fyrir nefndina í kvöld. Þar á meðal eru Haraldur Þórarinsson, formaður LH, og Bjarnleifur Bjarnleifsson, formaður landsliðsnefndar.

Þorvaldur Sigurðsson, formaður aganefndar LH, segir að málið sé á byrjunarreit. Nefndin vinni samkvæmt skipunarbréfi og hafi ótvíræða lögsögu í málinu. Fyrsta skref sé að afla gagna. Nefndin muni síðan leggja mat á málsatvik og væntanlega senda málið til stjórnar LH. Það sé síðan hennar að kveða upp úrskurð í málinu. Þórður gæti átt yfir höfði sér keppnisbann.