miðvikudagur, 23. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Aftur sigrar Jakob

Óðinn Örn Jóhannsson
1. mars 2018 kl. 23:37

Skýr og Jakob í MD 2018.

Fimmgangur Meistaradeildar fór fram í kvöld.

Sigur Jakobs Svavars og Skýs frá Skálakoti var öruggur í kvöld en þeir félagarnir tóku þátt í sinni fyrstu fimmgangskeppni þá þessu móti fyrir ári síðan og urðu þá í þriðja sæti. Í öðru til þriðja sæti urðu svo Þórarinn Ragnarsson og Sylvía Sigurbjörnsdóttir en eftir hlutkesti hreppti Þórarinn annað sætið en hestur hans er Hildingur frá Bergi.

Keppnin var heilt yfir spennandi og margar góðar sýningar þar sem lítilsháttar mistök urðu til að knapar náðu ekki inn í úrslit.

Niðurstaða úrslita var sem hér segir:

1. Jakob Svavar Sigurðsson /Skýr frá Skálakoti 7,55

2. Sylvía Sigurbjörnsdóttir / Héðinn Skúli frá Oddhóli 7,12

3. Þórarinn Ragnarsson / Hildingur frá Bergi 7,12

4. Teitur Árnason / Sjóður frá Kirkjubæ 7,10

5. Viðar Ingólfsson / Óskahringur frá Miðási 6,95

6. Guðmundur Friðrik Björgvinsson / Þór frá Votumýri  6,69