laugardagur, 19. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Afmælisveisla kóngsins

8. mars 2011 kl. 13:05

Systkinin Fláki og Alfa frá Blesastöðum 1 koma fram á Orra hátíðinni.

Orri frá Þúfu í 25 ár

Í tilefni af 25 ára afmæli konungs stóðhestanna, Orra frá Þúfu, verður haldin viðmikil sýning í Ölfushöllinni 26. mars. Sýningin spannar sögu þessa mikla kynbótahests allt frá því að hann kom fram 4 vetra, en þó fyrst og fremst er sagan sögð með sýningu á afkvæmum hans og afkomendum.

Mikill fjöldi úrvals reiðhrossa kemur fram á sýningunni og er engu logið þótt sagt sé að þar verði allmörg af bestu hrossum landsins um þessar mundir. Má þar nefna Þóru frá Prestsbæ, Álf frá Selfossi, Ölfu frá Blesastöðum, Tenór frá Túnsbergi, Fláki frá Blesastöðum og fleiri. Einnig verða sýndir afkvæmahópar undan Andvara frá Ey, Sæ frá Bakkakoti og Þorra frá Þúfu, Dyni frá Hvammi, Sveini-Hervari frá Þúfu, Gígjari frá Auðsholtshjáleigu, Gára frá Auðsholtshjáleigu og Þristi frá Feti, svo nokkrir höfðingjar séu nefndir.

Forsala aðgöngumiða á sýninguna Orri í 25 ár verður mánudaginn 14. mars að Ingólfshvoli milli klukkan 18.00 og 21.00.  Tekið er á móti miðapöntunum í síma : 7741882, 7741884, 7741892, 7741893, 7741894 og 7743635.  Ganga verður frá greiðslu með greiðslukorti um leið og pantað er.  Sýningin hefst Laugardaginn 26. mars klukkan 17.00.  Miðaverð er 3.500,- krónur.