mánudagur, 14. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Afmælismótaröð Léttis heldur áfram

1. júlí 2013 kl. 15:45

Galsi hljóp í yngra fólkið þegar leið á setningarathöfnina. „Það er enginn vandi að láta þennan prjóna,“ sagði þessi hressilega stúlka sem lét þann bleika leika listir sýnar fyrir ljósmyndara.

Skráning er hafin í fimmgangskeppni afmælismóts Léttis.

 

Skráning er hafin í fimmgangskeppni Afmælismóts Léttis. Mótið verður haldið fimmtudaginn 4. júlí og hefst kl. 18:00, keppt verður í:
Unglingaflokki - 2000 kr. skáningargjald
Ungmennaflokki – 2000 kr. skráningargjald
Opnum flokki. – 2300 kr. skráningargjald
Aðeins verður ein forkeppni en A úrslit í öllum flokkum.
3. dómarar dæma.
Keppt samkvæmt lögum og reglum LH.
Skráning á er á http://skraning.sportfengur.com/Skraningkort.aspx?mode=add
Skráningu lýkur þriðjudaginn 2 júlí á miðnætti.
Kvittun sendist á lettir@lettir.is
Keppendur hvattir til að vera í félagsbúningi Léttis í tilefni afmælisársins.