mánudagur, 14. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Afmælismótaröð Léttis - Fimmgangur

3. júlí 2013 kl. 18:56

léttir

Nú er runnið upp lokakvöldið í afmælismótaröð Léttis. Keppt verður í fimmgangi, fimmtudaginn 4. júlí.

Nú er runnið upp lokakvöldið í afmælismótaröð Léttis. Keppt verður í fimmgangi, fimmtudaginn 4. júlí. Mótaröðin hefur gengið vonum framar og er þetta fyrirkomulag að hafa eina grein á kvöldi að mælast vel fyrir. Knöpum þykir gott að það er ekki öll helgin upptekin þegar nóg er af verkum að vinna og fólki að sinna.

Sú ákvörðun að keyra alla flokkana í einni forkeppni lukkaðist einnig vel. Keppendur og áhorfendur eru himinlifandi yfir þessari nýjung. Og ætlum við að keyra fimmganginn þannig í gegn hjá okkur.

Enn á ný hvetjum við knapa til að vera í félagsbúningi sínum.

HÉR er ráslistinn.