miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Afmælishátíðin er í dag!

18. desember 2009 kl. 11:47

Afmælishátíðin er í dag!

Í dag, 18.desember, eru 60 ár síðan stofnfundur Landssambands hestamannafélaga var haldinn í Baðstofu Iðnaðarmanna. Í tilefni dagsins verður boðið til afmælishátíðar í IÐNÓ.


Afmælishátíðin hefst á fánareið úrvalsknapa sem koma ríðandi að Iðnó klukkan 14:45. Klukkan 15:00 hefst svo afmælisdagskráin. Fjölmörg spennandi og fróðleg erindi eru á dagskrá, þar á meðal markaðssetning íslenska hestsins, íslenski hesturinn og vísindasamfélagið og saga tamninga og reiðmennsku á Íslandi.

Landssamband hestamannafélaga býður hestamenn og velunnara íslenska hestsins velkomna í IÐNÓ á meðan húsrúm leyfir.